Af hverju Hafnarfjarðar- brandarar?

- Veistu af hverju Hafnarfjarðarbrandarar eru orðnir svona lélegir?
- Nei.
- Af því að Hafnfirðingar eru farnir að semja þá sjálfir!

Ásdís Bjarnadóttir, Heiðmörk 4b, Hveragerði - 1. Október 1988 í DV.

Eitt sinn var heimurinn þannig að það taldist fátt eðlilegra en það að gera grín af minni máttar. Á þeim tíma kom ein birtingarmynd þess húmors: Hafnarfjarðarbrandararnir. Orð sem hefur fleiri r en flest önnur.

(Ég tel Hafnfirðinga ekki vera minni máttar. Það var djók.)  

smá saga

Í dag, þá getur það valdið fjaðrafoki að gera grín af stöðum eða íbúum, en það er löng hefð fyrir því í heimsögunni. Oft á tíðum var það mjög illskeittur húmor, á meðan að Hafnarfjarðarbrandarar voru oftast sagðir í góðu gríni, og enginn taldi í raun að Hafnfirskir sjóræningjar hafi lepp fyrir báðum augum eða að þeir taki með sér stiga í búðir því að verðið er svo hátt.

Staðirnir sem urðu fyrir barðinu á svona bröndurum voru oft lönd eða bæir sem voru á jaðrinum að verða stór, og í uppbyggingu. Frægasta dæmið er Pólverjabrandarar, sem eru fyrir Hafnarfjarðarbrandara það sem ítölsk popplög eru fyrir íslensk jólalög, en þeir þóttu hápunktur húmors lengi vel.

Allt er þetta byggt á tvíhyggjunni þar sem við getum skilgreint okkur út frá því sem við erum ekki, þ.e. ef við búum til nógu slæma stereótýpu af „hinum“ og mörkum þá í hóp, þá getum við dæmt okkur ferlega góð, svona til viðmiðunar og miðað við höfðatölu. Við, meirihlutinn (ekki-Hafnfirðingar), mundum aldrei setja stóla út í garð svo að sólin geti sest, en minnihlutinn (Hafnfirðingar) mundi auðvitað gera það. Þessi hugsun hefur verið eitt helsta vopn rasista um allan heim, sérstaklega í Bandaríkjunum.

"If you can convince the lowest white man he's better than the best colored man, he won't notice you're picking his pocket. Hell, give him somebody to look down on, and he'll empty his pockets for you."

Lyndon B. Johnson

En Hafnafjarðarbrandarar voru ekki byggðir á rasisma eða þeirri trú að Hafnfirðingar væru óæðri Kópavogsbúum. Þvert á móti voru Hafnfirðingar fyrir valinu því að þeir voru líklegastir til að taka gríninu, en þeir voru ekki fyrsti valkostur.

sandkornið sem fyllti mælirinn

Við lok áttunda áratugs síðustu aldar, þá var Þorsteinn Pálsson ritstjóri yfir fréttablaðinu Vísir. Þorsteinn varð síðar forsætisráðherra (hann er Sjálfstæðisflokksformaðurinn sem var við völd þegar „ríkisstjórnin sprakk í miðri útsendingu“) og Vísir sameinaðist Dagblaðinu og varð að DV. En að missa forsætisráðherraembættið á Stöð 2 var ekki það magnaðasta sem Þorsteinn gerði. Það merkasta sem hann gerði var að gefa manni að nafni Óli Tynes dálk í blaðinu sem kallaðist „Sandkorn.“

Fyrir þá sem ekki muna eftir Óla Tynes, þá var hann þekktastur fyrir fréttamennsku á Stöð 2 og blaðamennsku almennt. Hann var einn fyndnasti maður sem uppi hefur verið hér á landi, og bróðir Ingva Hrafns, sem flestir þekkja.

Óli þurfti að fylla upp í þessi sandkorn, og honum datt þjóðráð í hug.

Akureyringabrandarar.

Að ganga af göflurum

Það gekk ekki vel. Akureyringar höfðu ekki húmor fyrir þessu og undirtektir voru slakar. Óli Tynes var samt ekki maður sem gafst upp. Hann talaði við vin sinn Magnús Ólafsson, aka Bjössi Bolla, og saman komust þeir að þeirri niðurstöðu að besta bæjarfélagið til að taka fyrir í góð látum bæjarríg væri Hafnarfjörður. Magnús, eins og margir af okkar helstu grínistum, bjó í Hafnarfirði svo hann varð fulltrúi bæjarins í þessum efnum og gaf Óli það leyfi að hver sem vildi ræða um þessa brandara, gætu hringt í Magnús.

Magnús var stundum skammaður, þá aðallega af eldri borgurum að hans sögn og hans eigins eiginkonu, sem var fæddur Hafnfirðingur á meðan hann var aðfluttur.

Óli fékk stundum samviskubit, þó enginn hafi kvartað við hann; þvert á móti þá voru Hafnfirðingar oftast til í að segja honum nýja brandara. Hann hafði samt heyrt af nokkrum slagsmálum sem höfðu brotist út á börum eftir að einhver sagði Hafnarfjarðarbrandara. Líklegast var þó meira sem lá undir þar heldur en einn brandari.

Brandararnir voru í fyrstu frumsamdir, og notaði Magnús þá lengi í uppistandinu sínu. Á síðari tímum urðu þeir samt illkvittnislegri, sem fór gegn því sem þeir fóstbræður settu upp með í byrjun, líklegast þegar þeir voru beinþýddir útgáfur af raunverulegu rasísku „gríni.“

Árið 2015 vildi menningar- og ferðamálaráð Hafnarfjarðar nýta sér þessa brandara eitthvað og var ákveðið að setja tuttugu af bestu bröndurunum á prent á Strandstíginn milli Norðurbakka og Mýrargötu. Ég finn hins vegar ekkert um hvort eitthvað varð úr þeim pælingum.

LIL-Cover

Lessons in love

a christian boarding school nightmare

LIL-Cover

Lessons in love

a christian boarding school nightmare

Random art by sbs