Markmið: Sameiginleg forsjá (SF), þar sem börn dvelja um það bil jöfnum tíma á heimilum beggja foreldra eftir aðskilnað, er að aukast. Það hefur verið dregið í efa hvort þessi framkvæmd henti leikskólabörnum, þar sem þörf er á fyrirsjáanleika og samfellu.
Aðferðir: Í þessari þversniðsrannsókn notuðum við gögn um 3656 sænsk börn á aldrinum þriggja til fimm ára sem bjuggu í heilum fjölskyldum, við sameiginlega forsjá, aðallega með öðru foreldri eða við einstæða umönnun. Línuleg aðhvarfsgreining var gerð með styrkleika- og erfiðleikaspurningalistanum (SES), sem foreldrar og leikskólakennarar fylltu út, sem útkomumæling.
Niðurstöður: Börn sem bjuggu við sameiginlega forsjá sýndu minni sálræn vandamál en þau sem bjuggu að mestu (leiðrétt B 1,81; 95% öryggisbil [0,66 til 2,95]) eða aðeins hjá öðru foreldri (leiðrétt B 1,94; 95% öryggisbil [0,75 til 3.13]), í frásögnum foreldra. Í frásögnum leikskólakennara var leiðrétt beta 1,27, 95% öryggisbil [0,14 til 2,40] og 1,41, 95% öryggisbil [0,24 til 2,58], í sömu röð. Í frásögum foreldra höfðu börn sem bjuggu við sameiginlega forsjá og þau sem voru í heilum fjölskyldum svipaðar niðurstöður, en kennarar greindu frá lægri vanstilltum (e. unadjusted) einkennum fyrir börn í heilum fjölskyldum.
Ályktun: Sameiginleg forsjá tengdist ekki fleiri sálrænum einkennum hjá börnum á aldrinum 3–5 ára, en langsniðsrannsóknir eru nauðsynlegar til að gera grein fyrir hugsanlegum mun fyrir aðskilnað foreldra.
Upprunalegur titill: Preschool Children Living in Joint Physical Custody Arrangements Show Less Psychological Symptoms than Those Living Mostly or Only with One Parent
Tegund: xxx
Flokkur: xxx
Ritverk: Acta Paediatrica
Útgáfa: 2018, bindi 107, síður 294–300
Höfundarréttur: © Höfundar
Stafrænt kennimerki: http://dx.doi.org/10.1111/apa.14004
Þýðing, vinnsla og útgáfa: Foreldajafnrétti
Þetta er bara skjáskot því það þarf að kaupa áskrift til að embedda, en þú getur séð hvernig þetta kæmi út hér.