pdf yfir í texta

Ég sérhæfi mig í því að taka PDF skjöl og ná úr þeim allan texta, myndir, töflur og annað og setja í form sem auðvelt er að vinna með, þannig að öll stílbrögð og upplýsingar haldist.

Fullkomið ef á að nota texta úr PDFum í nýjar greinar, hvort sem er á prenti eða vef, eða í rafbækur. 

Hér fyrir neðan sérðu skrefin og frekari upplýsingar.

1

PDF skjal

Ef þú ert með PDF af grein, bók, vísindarannsókn hvaðeina, hvort sem það er tölvugert eða skannað, þá getum við tekið úr því allar upplýsingar.

PDF yfir í Texta
2

Forvinna

PDF skjalið er lesið inn í forrit og handunnið þannig að hægt sé að taka út allar upplýsingar án þess að staðsetningin á þeim ruglist eða stílbrögð detti út.

Forvinna á PDFinu er t.d. að velja þær upplýsingar sem eiga að afritast svo að blaðsíðutöl eða annað læðist ekki í textann.

Einnig eru textabox skilgreind eftir innihaldi þannig að t.d. neðanmálsgreinar haldist. Jafnt eru töflur afmarkaðar til að einfalda eftirvinnslu. 

3

Textavinna

Með hjálp frá fjölda Macroa, þá er öllum stílbrögðum skipt út fyrir tákn (í flestum tilvikum notuð html tákn). Þá breytast t.d. orð sem eru skáletruð frá því að vera svona, yfir í svona .

Þannig er hægt að renna textanum í gegnum hvaða forrit sem er en upplýsingar um hvernig allt eigi að líta út helst. Þetta er mjög þægilegt þegar það er verið að þýða texta í gegnum SmartCat eða aðrar þjónustur. 

Fyrirsagnir, töflur og myndir fá skilgreiningar. 

Töflur eru einnig endurgerðar svo auðvelt sé að færa þær á milli forrita.

Dæmi um merkingar

# Fyrirsögn utan megintexta

## Fyrsta stigs fyrirsögn

### Annars stigs fyrirsögn

$$ Tafla

<i> skáletrað </i>

<b> feitletrað </b>

<h> hávísir </h>

$$$ TABLE 1

A timeline of events.

Date

Event
JUL 1947 ROSWELL UFO CRASH
FEB 1961 THE OUTER LIMITS
SEPR 1961 BETTY & BARNEY HILL
OCT 1975 THE UFO INCIDENT
NOV 1975 TRAVIS WALTON ABDUCTION
DEC 1977 CLOSE ENCOUNTERS OF THE THIRD KIND
DEC 1985 WHITLEY STRIEBER ABDUCTION
NOV 1989 COMMUNION
MAR 1993 FIRE IN THE SKY
MAY 1993 INTRUDERS
SEP 1993 THE X-FILES
4

Texti tilbúin til notkunar​

Þegar það á að nota textann aftur, hvort sem það er í Word, InDesign, rafbók eða á vef, þá er hægt að skipta út öllum skilgreiningum fyrir stílbrögðin sjálf á einfaldan hátt.

Ef þörf er á, þá get ég einnig séð um að endurhanna greinarnar fyrir prent eða vef.